sunnudagur, 25. janúar 2009

Við Nittelva


Við Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Það er vetrarríki í Noregi núna og snjóaði töluvert í gær. Í dag hlýnaði hins vegar aftur og slabbið á aðalgötunum gerði það að verkum að sletturnar frá bílunum gengu langt upp á gangstéttir.

Við Bryndís erum búnar að vera einar um helgina þar sem systurnar eru búnar að vera á Noregsmeistaramóti framhaldsskólana í blaki . Mótið var haldið í Steinkjer sem liggur í rúmlega 2ja tíma lestarferðarfjarlægð norður af Trondheim og systurnar því mættar á Gardermoen flugvöll kl 06 á föstudagsmorgninum til að ná fluginu til Trondheim.
Bryndísi finnst það alveg ferlega fínt að vera einkabarn svona við og við. Það þýðir að hún fær að ráða matseðlinum og á meðan systurnar eru í burtu eru engar tilraunir á grænmetisréttum í gangi. Daman verður hins vegar ekki lengi í grænmetislausri paradís, því von er á hinum helmingi fjölskyldunnar aftur á miðnætti í kvöld.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

muhahaha...
-Hrund :*