mánudagur, 8. desember 2008

Skriftir


Skriftir, originally uploaded by HO Myndir.

Gærdagurinn var rólegur hjá mér og Bryndísi. Stóru systurnar voru á blakmóti og frostið úti var 10 gráður. Við fórum þó niður í bæ og Bryndís var töluvert úti með sínum vinkonum en þess á milli sat hún við skriftir. Hún er nefnilega að semja sögu þessa dagana sem á að vera jólagjöf og kláraði 3ja kaflann í gær. Ég má náttúrulega ekki segja frá efni sögunnar til að eyðileggja ekki leyndardóm jólgjafarinnar, en sá sem fær hana verður heppinn :-)

1 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Nei - þú mátt sko ekki kjafta frá ;-)