mánudagur, 15. desember 2008

Hnetukaka


Hnetukaka, originally uploaded by HO Myndir.

Þegar við Bryndís komum af tónleikunum í gær, beið okkar þessi líka flotta hnetukaka sem Hrund bjó til og eins og venjulega finnst mér alltaf að uppskriftum verði að deila ;-)

5 egg
200g sykur
250 gr heslihnetukjarnar
250 gr möndlur
1 tsk lyftiduft
100 gr dökkt súkkulaði

Eggin eru þeytt saman og því lengur sem þau eru þeytt, þeim mun loftmeiri verður kakan. Hnetur og möndlur eru malaðar og blandað saman við þeyttu eggin ásamt lyftiduftinu. þessu er svo skellt í form og bakað við 200 gráður í ca 35 mín. Þegar kakan hefur bakast er súkkulaðið brætt í vatnsbaði og sett á kökuna.

Við höfðum þeyttan rjóma með kökunni sem passaði mjög vel, en hún kæmi örugglega einnig vel út með ferskum jarðarberjum og kiwi.

3 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Mmmmm....

Nafnlaus sagði...

Hvað er þessi putti að gera á myndinni!? :O

Hildur sagði...

Sorrý, ég var að flýta mér að ná mynd af kökunni þinni áður en þú borðaðir meira af henni :o)