sunnudagur, 7. desember 2008

Einföld sveppasúpa

Hún Hrund bjó til svo góða sveppasúpu í gær sem var einföld og ódýr. Með súpunni hafði hún svo heimabakaðar grófar bollur. Uppskriftin inniheldur svolítið mikið af sveppum, en við höfum ódýrt aðgengi að þeim í grænmetisversluninni hér. Eitt venjulegt box af Flúðasveppum passar hins vegar örugglega fínt í hversdagsmáltíð. En ég uppskriftin er hér fyrir neðan :-)

Einföld sveppasúpa
1 líter af niðurbrytjuðum ferskum sveppum (má vera minna)
1 stk meðastór laukur
2 msk smjör
2 dl matreiðslurjómi
8 dl kjötsoð (vatn og kraftur; Hún notaði tæpa tvo teninga af tærum kjötkrafti frá Maggi)

Sveppirnir og laukurinn er látið malla í smjörinu án þess að brúnast. Næst er rjómanum bætt í og látið malla áfram smá stund. Svo er kjötsoðinu bætt í. Súpan er síðan þykkt smávegis með ljósum Maizena eða hveitijafningi (mín notaði hveiti) og það má alveg bæta í salt og pipar eftir smekk.

Mjög ljúffeng, mæli alveg með þessari súpu :-)