Miðjan mín á afmæli í dag og var því vakin fyrir kl 7 í morgunn með afmælissöng og pökkum samkvæmt heimlishefðinni.
Þar sem Kolbrún er fædd undir merki Bogmannsins, fannst mér upplagt að setja inn smá lýsingu á þeim sem eru fæddir undir því merki og fann skemmtilega lýsingu á vefnum stornuspeki.is sem mér fannst bara passa mjög vel.
"Hinn dæmigerði Bogmaður er athafnamaður sem þarf hreyfingu, líf og fjölbreytni.
Eitt sterkasta einkenni Bogmannsins er fróðleiksþorsti. Hann vill kynnast heiminum, þráir þekkingu og vill hafa yfirsýn yfir margvíslegustu málefni. Hann nýtur þess að ferðast, læra og fást við verkefni sem víkka sjóndeildarhring hans.
Bogmaðurinn er að öllu jöfnu jákvæður, hress og bjartsýnn. Hann er þægilegur í umgengni og þykir skemmtilegur félagi. Hann er lítið gefinn fyrir að búa til vandamál og vill sjá og sér bjartari hliðar tilverunnar. Hann er því oft líflegur og hressilegur. Það er oft sagt um Bogmanninn að hann sé heppinn. Það er líklega vegna þess að hann er glaðlyndur og því finnst fólki gaman að gera honum greiða. Einnig fer hann víða, prófar margt og er opinn fyrir tækifærum. Hann þorir að breyta til og takast á við ný verkefni."
fimmtudagur, 4. desember 2008
16 ára
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með hana!
Takk :-)
Til hamingju með dótturina. Fallegar vetrarmyndirnar og jólalegar.
Skrifa ummæli