sunnudagur, 30. nóvember 2008

Í vetrarsól


Í vetrarsól, originally uploaded by HO Myndir.

Gamli pílviðurinn var eiginlega rauðleitur í vetrarsólinni

Kyrrð


Kyrrð, originally uploaded by HO Myndir.

Betri hliðin


Betri hliðin, originally uploaded by HO Myndir.

Þegar maður gengur stíginn við ána eru fallegu myndefnin öðrum meginn við stíginn og byggingarframkvæmdir hinum meginn.

Verri hliðin


Verri hliðin, originally uploaded by HO Myndir.

Maður reynir bara að horfa á betri hliðina. Það var amk rólegt yfir byggingarsvæðinu þar sem það var sunnudagur.

Par


Par, originally uploaded by HO Myndir.

Þetta par var á vappi á ísnum á ánni

fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Máltæki

Ég var að taka til um daginn og m.a henda gömlum pappírum og í þeirri tiltekt rakst ég á gamalt máltæki sem mér fannst ansi gott:

"Hugsaðu ekki með annarra hugsunum. Notaðu þínar eigin annars ryðga þær".

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Hún amma mín


Í dag, 25.nóvember, er afmælisdagur ömmu minnar Sveinsínu Bergsdóttur sem var fædd árið 1894. Ég man eftir ömmu sem ákaflega hlýrri og glaðlyndri konu sem gott var að vera nálægt. Hún var jafnframt mikil hannyrðakona, prjónaði sokka og vettlinga til gjafa og dúkarnir sem hún heklaði og strekkti voru með þeim fallegustu.

Amma var húnvetningur að uppruna, en giftist árið 1919 afa mínum, Ingimundi Bjarnasyni járnsmið og fluttist með honum til Sauðárkróks í húsið Árbakka sem stendur við Suðurgötu 5.


Í minningum Guðríðar B Helgadóttur í Árbakkaskýrslu (www.skagafjordur.is/upload/files/Arbakkaskyrsla2007yfir.pdf ) er að finna þessa fallegu lýsingu:

"Sveinsína var fríð kona, brúneygð og glöggskyggn mannþekkjari, glaðlynd, hagsýn húsmóðir og félagslynd framfaravera utan heimilis. Hún vann jöfnum höndum, þegar daglaunavinna gafst, í síld og fiskvinnu og öðru er til féllst, lét til sín taka í verkalýðsbaráttu, kvenfélagi og Leikfélagi Sauðárkróks þar sem hún lék í mörgum hlutverkum um árabil. Hún var fjölhæf kona og vel verki farin hvað sem hún tók sér fyrir hendur"


Í tilefni dagsins fór ég in á síðu Byggðasafns Skagfirðina og fékk "lánaða" mynd af húsinu Árbakka á Suðurgötu 5 (ljósmyndari SS) http://www.skagafjordur.is/displayer.asp?cat_id=336
og vona að þeir erfi þetta "lán" ekki við mig.


mánudagur, 24. nóvember 2008

Heppnar


Heppnar, originally uploaded by HO Myndir.

Þær voru svo heppnar dömurnar að rekast á þessa tvær fallegu kisur hjá næstu blokk í gær. Svona líka ljúfar og gæfar, enda bara hálfstálpaðar. Þær komu náttúrulega með þær til að sýna mér og til að ná í band og kuðlað blað til að búa til "mús" úr. Svo fóru þær aftur út í garð, alsælar með kettina og "mýs" í bandi.

laugardagur, 22. nóvember 2008

18 ára


18 ára, originally uploaded by HO Myndir.

Sú elsta er 18 ára í dag og því orðin fullorðin skv lögum. Ég náttúrulega skil ekkert í því hvað árin líða hratt og finnst stundum afskaplega stutt síðan hún var nýfædd.

fimmtudagur, 20. nóvember 2008

Hamingjuóskir með nýútkomna bók

Mig langar til að nota bloggið mitt og óska frænku minni Hörpu Jónsdóttur til hamingju með nýútkomna bók sína "Húsið" (http://husidmitt.blogspot.com/ ) sem er gefin út af vestfirska forlaginu.
Bókina er ég ekki búin að lesa ennþá (þar sem ég er ennþá í norskri einangrun) en ég er hins vegar búin að sjá nokkrar myndir úr bókinni og frétta frá öðrum að hún sé mjög góð. Og þess vegna er eftirvæntingin mikil. Ekki síst vegna þess að fyrri bók Hörpu "Ferðin til Samiraka" sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002, sló í gegn á heimilinu á sínum tíma. Og við sem fylgjumst með Hörpu á vefsíðunni hennar (http://www.vestan.blogspot.com/ ) vitum að hún er mikil listakona og hefur næmt auga fyrir skemmtilegum myndefnum.

Til hamingju Harpa :-)

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Leira


Leira, originally uploaded by HO Myndir.

Ég rölti að aðeins út fyrir bæjarmörkin í gær og tók þá m.a þessa mynd af ánni Leiru.

Norsk mynd


Norsk mynd, originally uploaded by HO Myndir.

Svona myndefni finnast út um allt

Drulla


Drulla, originally uploaded by HO Myndir.

Akrarnir eru margir orðnir endalaus drulla á þessum árstíma

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Drekaeldur

Við Bryndís erum að lesa svo spennandi bók í kvöldlestrinum þessa dagana og ef einhvern vantar jólagjöf fyrir 10 ára, þá mælum við mæðgurnar með þessari. Bókin er eftir Jane Johnson og er gefin út hjá Bókaútgáfunni Æskunni (http://www.aeskanbok.is/). Bókin er sú þriðja í bókaflokkinum um leynilandið Ædolon, en Kolbrún átti fyrri bækurnar sem heita Leynilandið og Skuggaheimar. Við Bryndís vorum búnar með þær í kvöldlestrinum okkar og náttúrulega orðnar svo spenntar að við urðum að verða okkur út um þriðju og síðustu bókina. Skemmtilegar bækur sem hægt er að mæla með.

mánudagur, 17. nóvember 2008

Þegar piparkökur bakast ...


Þegar piparkökur bakast ..., originally uploaded by HO Myndir.

Við tókum okkur til mæðgurnar og bökuðum nokkrar piparkökur í gær. Það var lengi búið að bíða eftir þessu, en aldrei tími hjá mömunni til að aðstoða. Svo þegar verkefninu var skilað inn, þá hrópaði mín dama: "Jibbí piparkökur!!!"

Við reyndar áttum ekki til engifer í piparkökurnar, gleymdum að kaupa hann og nenntum ekki aftur niður í bæ. Svo að við prófuðum bara uppskriftina á engifersins. Og það kom bara vel út. Þær voru bara mildar og góðar og kannski bara líklegri til að valda lukku hjá krökkum vegna þess.

En ég set uppskriftina með hér að neðan og að sjálfsögðu með engifernum í.

250 gr hveiti (4 dl)
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/8 tsk pipar
1 tsk sódaduft (natron)
90 gr smjörlíki
120 gr sykur (1 dl + 3 msk)
1/2 dl síróp
1/2 dl mjólk eða vatn

Bakist í 10 mín við 180 gráður

Afrakstur


Afrakstur, originally uploaded by HO Myndir.

... og þær smökkuðust vel :-)

laugardagur, 15. nóvember 2008

Horft yfir


Horft yfir, originally uploaded by HO Myndir.

Það var flott veður í Lilleström í dag, 7 stiga hiti og sól.

Á akri


Á akri, originally uploaded by HO Myndir.

Mér finnst alltaf svo gaman að taka myndir af trjám....en ég hugsa að þeir sem skoði bloggið mitt séu löngu búnir að fatta það. Og það eiga örugglega eftir að verða fleiri myndir af trám.

Hrátt


Hrátt, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi tré voru við girðingu á gámasvæði sem við löbbuðum fram hjá. Ég veit eiginlega ekki hvort hægt sé að segja að trén hafi stungið í stúf við gámana því þau voru eiginlega hálf hrá líka.

Horft upp götuna


Horft upp götuna, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi mynd er tekin upp götuna sem við búum við. Tréð sem er á myndinni er eitt af mínum uppáhalds, risastórt og breiðir úr sér yfir götuna. Í baksýn er svo Uxafjallið okkar Bryndísar.

föstudagur, 14. nóvember 2008

Búin að skila

Jæja, nú er ég loksins búin að skila verkefninu. Sjö eintök þurfti skólinn að fá + eitt eintak til aðilans sem var titlaður "leiðbeinandi" og eitt eintak til viðbótar til Maze Feedback AS sem lánaði mér gögnin sin til að vinna með.
Næsta skref er svo að finna vinnu svo ég geti nú örugglega gefið börnunum mínum að borða og okkur verði ekki hent út úr húsnæðinu ........

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Á síðustu metrunum

Nú fer þetta allt að smella og ég mun skila inn lokaverkefninu á fimmtudag/föstudag. Svo er bara að vona að dómarar setji það ekki í pappírstætarann.

föstudagur, 7. nóvember 2008

Fróðleikur


Fróðleikur, originally uploaded by HO Myndir.

Á umhverfiskvöldinu í gær var fróðleikur upp um alla veggi enda krakkarnir búin að vera dugleg í vikunni. Bryndís bjó til þetta spjald um sparperur og svaraði spurningum foreldra um þær. Svo nú er bara að fara að skipta út perum ...

Miljøkveld



Það var foreldrakvöld í bekknum hennar Bryndísar í gær í tilefni af umhverfisviku. Kvöldið byrjaði á því að stelpurnar í bekknum sungu umhverfissönginn og svo var farið í spurningaleik á göngunum og inn í sal þar sem hægt var að kaupa veitingar til styrktar bekkjunum. Vel heppnað og við foreldrarnir uppgötvuðum ýmislegt um umhverfisvernd sem við ekki vissum fyrir.

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

10.000


Ég er að tengja prentarann. Kem við í bankanum á eftir og ath hvort ég geti ekki skipt yfir í norskar.

laugardagur, 1. nóvember 2008

Furðuverur


Furðuverur, originally uploaded by HO Myndir.

Hrekkjavökupartíinu var skipt upp í tvö hópa og fór hver hópur fyrir sig um bæinn að betla nammi. Eftir klukktíma stím var gerð áning hjá mér til að fá að drekka, fara á wc ...... og að sjálfsögðu að fá nammi. Svo héldu dömurnar áfram í klukkutíma enn að hrella saklausa bæjarbúa.
Afrakstur Bryndísar eftir kvöldið er svo ca eitt og hálft kíló af sykri og aukaefnum og mamman náttúrulega "agalega" hrifin.

Hrekkjarvaka


Hrekkjarvaka, originally uploaded by HO Myndir.

Það var hrekkjarvaka í gær, yngsta daman boðin í hrekkjarvökupartí og þessi mynd tekin þegar hún var á leiðinni út úr dyrunum. Hún var reyndar í rauðum kjól "vondu drottningarinnar" undir úlpunni en þar sem það var 5 gráðu frost úti, þýddi ekkert annað en að búa sig vel.

Ég hélt alltaf að hrekkjarvakan væri bandarískt fyrirbæri en komst að því gær að hefðin er eldgamalt heiðið fyrirbæri sem er komin frá írsku keltunum. Það var haldið upp á keltnesku hátíðina "Samhain" 31.okt hvers árs og markaði hún upphaf að nýju ári. Keltarnir sem trúðu á anda, trúðu því að látnar sálir reyndu að komast á sitt gamla heimili á þessum degi, en að það væri hægt að snúa á þær með því að klæða sig eins og yfirnátturuleg fyrirbæri.
Þegar kristnin var svo tekin upp á Írlandi, reyndi kirkjan að útrýma þessum sið og innleiddi m.a dag hinna allraheilögu 1.nóv en allt kom fyrir ekki. Siðurinn hélst og fluttist með ísrkum og skoskum innflytjendum til bandaríkjanna á 19.öld.