Bryndís var svo heppin að fá pláss í píanó í tónlistarskólanum í vetur. Hún hafði sótt um á keyboard (þar sem það er fyrirferðarminna og passar betur við námslánin) en píanó til vara. Það var hins vegar allt sneisafullt í keyboard og biðlisti í píanó en svo losnaði pláss. Svo það var ekki um annað að ræða en að fjárfesta í einu rafrænu píanói. Við nældum okkur því í eitt á sanngjörnum prís, ekki nema 25 kg að þyngd og því létt að bera þegar kemur að næstu flutningum. Píanókennarinn er danskur og það voru smá örðugleikar hjá minni að skilja hann fyrst en gekk strax betur í lok fyrsta tímans. En það er a.m.k. mikil tilhlökkun fyrir vetrinum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli