Jæja þá erum við búin að vera nokkra daga heima í Noregi og dagarnir að komast í skorður. Síðustu dagar hafa einkennst af óvissu fyrir Hrund þar sem að skólayfirvöld ákváðu að senda verðandi nemendum 3. bekkjar bréf í sumar þar sem þau voru beðin um að staðfesta fyrir 27.júlí hvort þau ætluðu að vera áfram í skólanum. Og þar sem við vorum á Íslandi þegar bréfið var sent út, var mín sjálfkrafa skrifuð út úr skólanum eftir að fresturinn rann út. Svo hún varð bara að skella sér í að vinna í málinu. Vinnan tók hana nokkra daga og ansi mörg "nei" í kerfinu, en mín gafst ekki upp og endaði með að fá sig endurskrifaða inn rétt fyrir skólasetningu i dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli