Bryndís var svo heppin að fá pláss í píanó í tónlistarskólanum í vetur. Hún hafði sótt um á keyboard (þar sem það er fyrirferðarminna og passar betur við námslánin) en píanó til vara. Það var hins vegar allt sneisafullt í keyboard og biðlisti í píanó en svo losnaði pláss. Svo það var ekki um annað að ræða en að fjárfesta í einu rafrænu píanói. Við nældum okkur því í eitt á sanngjörnum prís, ekki nema 25 kg að þyngd og því létt að bera þegar kemur að næstu flutningum. Píanókennarinn er danskur og það voru smá örðugleikar hjá minni að skilja hann fyrst en gekk strax betur í lok fyrsta tímans. En það er a.m.k. mikil tilhlökkun fyrir vetrinum.
föstudagur, 29. ágúst 2008
Takkaprófun
Það skemmtilega við svona rafræn píanó er hvað það er hægt að búa til mörg aukahljóð sem hafa ekkert með píanóspil að gera. Og hljóðin sem mín prófaði að búa til í gær voru af ýmsu tagi, m.a. gelt, þrumur og bremsuískur.
sunnudagur, 24. ágúst 2008
mánudagur, 18. ágúst 2008
Hrund
Jæja þá erum við búin að vera nokkra daga heima í Noregi og dagarnir að komast í skorður. Síðustu dagar hafa einkennst af óvissu fyrir Hrund þar sem að skólayfirvöld ákváðu að senda verðandi nemendum 3. bekkjar bréf í sumar þar sem þau voru beðin um að staðfesta fyrir 27.júlí hvort þau ætluðu að vera áfram í skólanum. Og þar sem við vorum á Íslandi þegar bréfið var sent út, var mín sjálfkrafa skrifuð út úr skólanum eftir að fresturinn rann út. Svo hún varð bara að skella sér í að vinna í málinu. Vinnan tók hana nokkra daga og ansi mörg "nei" í kerfinu, en mín gafst ekki upp og endaði með að fá sig endurskrifaða inn rétt fyrir skólasetningu i dag.