sunnudagur, 4. október 2009

Írskir dagar

Ég skrapp í gær á píanótónleika með írska píanósnillingnum John O´Conor sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi. Alveg frábærir tónleikar í alla staði og flottari spilun á Tunglskinssónötunni hef ég ekki heyrt áður. Ótrúlegur kraftur í manninum.

laugardagur, 3. október 2009

Fjárlögin


Ég rakst á þessa og varð hugsað til nýjustu fjárlagafréttanna.

sunnudagur, 20. september 2009

Upp með munnvikin

Bara svona til að lyfta munnvikunum á sunnudagsmorgni ...koma svo ;-)


sunnudagur, 30. ágúst 2009

Tær snilld

Það er reyndar ýmislegt sem hún frænka hefur gert um dagana sem er tær snilld. En þessar húsgagnahosur getum meira segja við sem höfum 10 þumlana búið til. Þið sem hafið keypt álímt tilbúið filt til að setja undir fætur húsgagna sem hreyfast til kannist örugglega við að eftir smá tíma, þá skríður filtið undan húsgagnafótunum. Prjónaðar hosur á húsgögn er málið í dag. Ekki spurning :-)

laugardagur, 29. ágúst 2009

Könguló


Könguló, originally uploaded by HO Myndir.

Eitthvað lag var nú til um Kalla litla könguló sem dömurnar mínar sungu í tíma og ótíma hér áður fyrr. Ég er samt viss um að þessi er kelling ... og mikil hannyrðakelling því vefurinn var flottur þótt hann sjáist illa á myndinni.

Góðgæti


Góðgæti, originally uploaded by HO Myndir.

Við Bryndís mættum þessari í bakgarðinum þegar við komum heim eftir skólasetninguna á mánudeginum og mín hljóp náttúrulega strax inn eftir brauði. Við höfum ekki grænan um hvaðan hún kom enda aldrei komið dúfur í garðinn áður. Giskuðum samt á Laugardalinn. Svo beið dúfan aftur í gær þegar Bryndís kom heim úr skólanum og fékk að sjálfsögðu brauð hjá dömunni líka þá. Mig grunar að næst mæti hún með frændgarðinn sinn í mat og bíð bara eftir að garðurinn fyllist af dúfum ...

Súldarlegt


Súldarlegt, originally uploaded by HO Myndir.

Það var hálf súldarlegt yfir á síðasta sunnudag. Þessi mynd er tekin úr Esjuhlíðum, en við Kolbrún skruppum í smá göngu.

fimmtudagur, 27. ágúst 2009

Shake Me


Ég ætlaði bara að vekja athygli á að Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan er að fara að sýna nýtt verk nú í september þar sem þær leita að yfirvofandi dauða og ódauðlegri ást í verkum Williams Shakespeare. Sýningarnar verða í Hafnarfjarðarleikhúsinu 3. september kl 20 og 4. september kl 23 og er aðgangur ókeypis. Þær Melkorka Sigríður, Ásgerður, Katrín og Ragnheiður valda örugglega ekki vonbrigðum og því allir hvattir til að mæta sem hafa áhuga á ókeypis skemmtun í kreppunni.

sunnudagur, 23. ágúst 2009

Við stýrið


Við stýrið, originally uploaded by HO Myndir.

Við mæðgurnar skutumst austur í kot á föstudaginn í smá berjatínsluferð. þegar komið var inn fyrir hliðið fékk daman að stýra og stóð sig bara vel. Ég var á bensíninu og bremsunni, hún með stýrið og í þetta skipti þurfti ég ekkert hjálpa til að halda bílnum á veginum. Enda var ég upptekin að taka myndir og mátti ekkert vera að því :-)

Ég er annars búin að vera hrikalega löt í bloggmálum í sumar og sú leti virðist ekkert vera að skafast af mér. Hef reyndar verið að hugsa um að færa mig yfir á moggabloggið en ég er ekkert viss um að ég verði virkari þar. Held ég haldi mig bara við þetta blogg enn um sinn og haldi áfram að vera löt ;-)

þriðjudagur, 4. ágúst 2009

Uppáhalds staðurinn


Uppáhalds staðurinn, originally uploaded by HO Myndir.

Þetta er minn staður ;-)
Ilmandi mjaðjurt, fuglasöngur og fjallið. Gerist ekki betra. Enda ófá skiptin sem ég hef steinsofnað þarna :-)

Berjatínsla


Berjatínsla, originally uploaded by HO Myndir.

Hún náði að fylla tvö skyrbox.

Grænjaxlar


Grænjaxlar, originally uploaded by HO Myndir.

Það voru nokkur blá ber hér og þar en svona 95% var grænt.

Fundur


Fundur, originally uploaded by HO Myndir.

"Mamma sjáðu hvað ég fann" ... Ég get svo svarið það, að úr nokkurra metra fjarlægð þá sýndist mér hún vera með alvöru gæsahöfuð með hálsi og skildi ekkert í því hvað hún var róleg og brosandi yfir þessu.
Ýmislegt sem rekur á land úr ánni.

Fjölskyldusund


Fjölskyldusund, originally uploaded by HO Myndir.

Það er ekki oft sem svanir sjást á Hvítánni en þarna var heil fjölskylda á sundi.

Ingólfsfjall


Ingólfsfjall, originally uploaded by HO Myndir.

Við Hvítá


Við Hvítá, originally uploaded by HO Myndir.

Búrfell


Búrfell, originally uploaded by HO Myndir.

Bann


Bann, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi áletrun var á vegg í gömlum timburskúr.

Í nýju hlutverki


Í nýju hlutverki, originally uploaded by HO Myndir.

Einu sinni var hún mikilvæg í heyskapnum, síðan varð hún vinsæl sem barnaleiktæki og nú er hún komin í nýtt hlutverk sem garðskraut. Það var nefnilega aktívt fólk í fjölskyldunni ásamt vinum sem tók sig til og útbjó flottan garð úr algjörum óræktargarði og náði m.a. að rífa gömlu rakstrarvélina upp þar sem hún var gróin niður í túnið og draga hana yfir í garðinn þar sem hún sómir sér vel.

föstudagur, 31. júlí 2009

Þvottur


Þvottur, originally uploaded by HO Myndir.

Daman ákvað að þvo bílinn og var mjög einbeitt við verkið.

Góðviðri


Góðviðri, originally uploaded by HO Myndir.

Mmmmm, ég er í 4 daga vaktafríi og við Bryndís erum búnar að vera að dúlla okkur í garðinum í dag. Kolbrún reyndar nýkomin heim úr sinni vinnu þegar þessi mynd var tekin.

Veiði


Veiði, originally uploaded by HO Myndir.

Veiðistöng var ein af afmælisgjöfunum Bryndísar og á dögunum skellti hún sér í veiði með Hönnu föðursystur sinni og Oddi manninum hennar. Og veiddi þennan gómsæta silung :-)

Röð


Röð, originally uploaded by HO Myndir.

Á hvað skyldu þær hafa verið að horfa?

Vinkonur


Vinkonur, originally uploaded by HO Myndir.

Samlokurnar Bryndís og Ragnheiður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í tilefni af 11 ára afmælinu.

Á nýja hjólinu


Á nýja hjólinu, originally uploaded by HO Myndir.

Arndís Lóa komin á flottan fararskjóta :-)