sunnudagur, 4. október 2009
Írskir dagar
laugardagur, 3. október 2009
sunnudagur, 20. september 2009
sunnudagur, 30. ágúst 2009
Tær snilld
laugardagur, 29. ágúst 2009
Könguló
Eitthvað lag var nú til um Kalla litla könguló sem dömurnar mínar sungu í tíma og ótíma hér áður fyrr. Ég er samt viss um að þessi er kelling ... og mikil hannyrðakelling því vefurinn var flottur þótt hann sjáist illa á myndinni.
Góðgæti
Við Bryndís mættum þessari í bakgarðinum þegar við komum heim eftir skólasetninguna á mánudeginum og mín hljóp náttúrulega strax inn eftir brauði. Við höfum ekki grænan um hvaðan hún kom enda aldrei komið dúfur í garðinn áður. Giskuðum samt á Laugardalinn. Svo beið dúfan aftur í gær þegar Bryndís kom heim úr skólanum og fékk að sjálfsögðu brauð hjá dömunni líka þá. Mig grunar að næst mæti hún með frændgarðinn sinn í mat og bíð bara eftir að garðurinn fyllist af dúfum ...
Súldarlegt
Það var hálf súldarlegt yfir á síðasta sunnudag. Þessi mynd er tekin úr Esjuhlíðum, en við Kolbrún skruppum í smá göngu.
fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Shake Me
sunnudagur, 23. ágúst 2009
Við stýrið
Við mæðgurnar skutumst austur í kot á föstudaginn í smá berjatínsluferð. þegar komið var inn fyrir hliðið fékk daman að stýra og stóð sig bara vel. Ég var á bensíninu og bremsunni, hún með stýrið og í þetta skipti þurfti ég ekkert hjálpa til að halda bílnum á veginum. Enda var ég upptekin að taka myndir og mátti ekkert vera að því :-)
Ég er annars búin að vera hrikalega löt í bloggmálum í sumar og sú leti virðist ekkert vera að skafast af mér. Hef reyndar verið að hugsa um að færa mig yfir á moggabloggið en ég er ekkert viss um að ég verði virkari þar. Held ég haldi mig bara við þetta blogg enn um sinn og haldi áfram að vera löt ;-)
þriðjudagur, 4. ágúst 2009
Uppáhalds staðurinn
Þetta er minn staður ;-)
Ilmandi mjaðjurt, fuglasöngur og fjallið. Gerist ekki betra. Enda ófá skiptin sem ég hef steinsofnað þarna :-)
Fundur
"Mamma sjáðu hvað ég fann" ... Ég get svo svarið það, að úr nokkurra metra fjarlægð þá sýndist mér hún vera með alvöru gæsahöfuð með hálsi og skildi ekkert í því hvað hún var róleg og brosandi yfir þessu.
Ýmislegt sem rekur á land úr ánni.
Í nýju hlutverki
Einu sinni var hún mikilvæg í heyskapnum, síðan varð hún vinsæl sem barnaleiktæki og nú er hún komin í nýtt hlutverk sem garðskraut. Það var nefnilega aktívt fólk í fjölskyldunni ásamt vinum sem tók sig til og útbjó flottan garð úr algjörum óræktargarði og náði m.a. að rífa gömlu rakstrarvélina upp þar sem hún var gróin niður í túnið og draga hana yfir í garðinn þar sem hún sómir sér vel.