sunnudagur, 1. júní 2008

Sumar


Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Veðrið undanfarna daga er búið að vera yndislegt, sól og 25 - 30 stiga hiti í skugganum og bikiní er mjög hentugur klæðnaður þessa dagana. Það er búið að vera rólegheitalíf á okkur og mesta pressan er búin hjá stelpunum í skólanum þó að ég sé enn í akkorði. Bryndís eyðir dögunum mikið á trampólíninu sem er í garðinum hjá Nönnu og mér finnst alveg ótrúlegt hvernig hægt er að hoppa klukkutímum saman í þessum hita.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh Öfund ..hjá okkur er rok og rigning :(
Á örugglega eftir að prufa þessa girnilegu blómkálsuppskrift
kv Dagný

Hildur sagði...

Já veðurgæðunum er stundum misskipt. En þú getur huggað þig við það að við fáum mýflugurnar í staðinn og Xylocain deyfikrem er mikið notað á bænum núna.