föstudagur, 31. júlí 2009

Þvottur


Þvottur, originally uploaded by HO Myndir.

Daman ákvað að þvo bílinn og var mjög einbeitt við verkið.

Góðviðri


Góðviðri, originally uploaded by HO Myndir.

Mmmmm, ég er í 4 daga vaktafríi og við Bryndís erum búnar að vera að dúlla okkur í garðinum í dag. Kolbrún reyndar nýkomin heim úr sinni vinnu þegar þessi mynd var tekin.

Veiði


Veiði, originally uploaded by HO Myndir.

Veiðistöng var ein af afmælisgjöfunum Bryndísar og á dögunum skellti hún sér í veiði með Hönnu föðursystur sinni og Oddi manninum hennar. Og veiddi þennan gómsæta silung :-)

Röð


Röð, originally uploaded by HO Myndir.

Á hvað skyldu þær hafa verið að horfa?

Vinkonur


Vinkonur, originally uploaded by HO Myndir.

Samlokurnar Bryndís og Ragnheiður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í tilefni af 11 ára afmælinu.

Á nýja hjólinu


Á nýja hjólinu, originally uploaded by HO Myndir.

Arndís Lóa komin á flottan fararskjóta :-)

Vöxtur


Vöxtur, originally uploaded by HO Myndir.

Ég skaust austur í kot í júní og kíkti þá m.a inn í gamla gróðurhúsið þar sem minta og gamall vínviður eru búin að yfirtaka allt. Kannski smá grisjun kæmi sér vel.

Klefi nr 306


Klefi nr 306, originally uploaded by HO Myndir.

Hótelið sem við gistum á nóttina fyrir flug heitir Kasjotten Stav Gjestegård og er gamalt fangelsi sem var seinna breytt í geðdeild og svo í hótel. Við vorum í klefa nr 306 og á hurðunum eru gömlu gægjugötin og matarlúgurnar (reyndar búið að loka fyrir). Ég mæli alveg með þessu hóteli þótt húsið eigi sér erfiða sögu og sögusagnir séu um að fólk sem fallið er frá sé enn á ferli á göngunum. Við sváfum amk vært.

Skrúfað


Skrúfað, originally uploaded by HO Myndir.

Bryndís og Kolbrún tóku að sér að skrúfa sundur rúm, borð og hillur.


, originally uploaded by HO Myndir.

Bö, ég var alveg búin að gleyma skreytingunni sem var inn í fataskápnum mínum út í Noregi þegar ég flutti inn. Einhver húmoristi verið á undan mér og ákveðið að mála þessi skilaboð innan á skápavegginn.

Og jú ég er lifandi. Bara löt í blogginu. Flutningurinn gekk eins og í sögu og við skelltum öllu dótinu okkar í gám daginn fyrir flug, skiluðum af okkur íbúðinni og kláruðum að kveðja nágrannana.
Gistum svo á hóteli sem var einu sinni gamalt fangelsi eina nótt og tókum stefnuna til Ísland daginn eftir.