Daman ákvað að þvo bílinn og var mjög einbeitt við verkið.
föstudagur, 31. júlí 2009
Klefi nr 306
Hótelið sem við gistum á nóttina fyrir flug heitir Kasjotten Stav Gjestegård og er gamalt fangelsi sem var seinna breytt í geðdeild og svo í hótel. Við vorum í klefa nr 306 og á hurðunum eru gömlu gægjugötin og matarlúgurnar (reyndar búið að loka fyrir). Ég mæli alveg með þessu hóteli þótt húsið eigi sér erfiða sögu og sögusagnir séu um að fólk sem fallið er frá sé enn á ferli á göngunum. Við sváfum amk vært.
Bø
Bö, ég var alveg búin að gleyma skreytingunni sem var inn í fataskápnum mínum út í Noregi þegar ég flutti inn. Einhver húmoristi verið á undan mér og ákveðið að mála þessi skilaboð innan á skápavegginn.
Og jú ég er lifandi. Bara löt í blogginu. Flutningurinn gekk eins og í sögu og við skelltum öllu dótinu okkar í gám daginn fyrir flug, skiluðum af okkur íbúðinni og kláruðum að kveðja nágrannana.
Gistum svo á hóteli sem var einu sinni gamalt fangelsi eina nótt og tókum stefnuna til Ísland daginn eftir.