fimmtudagur, 29. janúar 2009
Loksins, loksins
sunnudagur, 25. janúar 2009
Við Nittelva
Það er vetrarríki í Noregi núna og snjóaði töluvert í gær. Í dag hlýnaði hins vegar aftur og slabbið á aðalgötunum gerði það að verkum að sletturnar frá bílunum gengu langt upp á gangstéttir.
Við Bryndís erum búnar að vera einar um helgina þar sem systurnar eru búnar að vera á Noregsmeistaramóti framhaldsskólana í blaki . Mótið var haldið í Steinkjer sem liggur í rúmlega 2ja tíma lestarferðarfjarlægð norður af Trondheim og systurnar því mættar á Gardermoen flugvöll kl 06 á föstudagsmorgninum til að ná fluginu til Trondheim.
Bryndísi finnst það alveg ferlega fínt að vera einkabarn svona við og við. Það þýðir að hún fær að ráða matseðlinum og á meðan systurnar eru í burtu eru engar tilraunir á grænmetisréttum í gangi. Daman verður hins vegar ekki lengi í grænmetislausri paradís, því von er á hinum helmingi fjölskyldunnar aftur á miðnætti í kvöld.
fimmtudagur, 22. janúar 2009
Málamiðlun
"Málamiðlun er að skipta kökunni þannig að allir telji sig hafa fengið stærstu sneiðina"
þriðjudagur, 20. janúar 2009
mánudagur, 19. janúar 2009
Api
Ég hef ekki verið dugleg í bloggmálunum undanfarið enda er lítið gaman að eiga við heimilistölvuna núna þar sem hún er með afbrigðum dyntótt. Það er svona happa, glappa hvort lyklaborðið virki. Ég missti því miður af tölvutilboðinu um daginn, var á síðasta snúningi að panta og tilboðið rauk víst út. En það koma ný tilboð í hverri viku svo nú bíð ég eftir safaríkri bráð :-)
Ég er annars búin að vera í algjöru dekri hjá stelpunum um helgina og fékk m.a þennan flotta apa frá Bryndísi i laugardagsmorgunverð.
Í gær fór svo að kyngja niður snjó, börnum til mikillar gleði og ökumönnum ekki til alveg eins mikillar gleði. Hrund og Kolbrún fengu báðar að kynnast vegaófærðinni þar sem þær voru á blakmóti suð-austur af Osló og aksturinn til baka tók 3 klst í stað 1 1/2. Bryndís var hins vegar himinsæl út í garði að búa til snjóhús og í morgunn bættist við annað snjóhús í innkeyrslunni þegar traktor á vegum húseigandans kom til að moka.
fimmtudagur, 15. janúar 2009
Mandarínudagar
Mandarínurnar eða klementínurnar eru svo góðar á þessum árstíma (litlar, safaríkar og steinlausar) og Bryndísi finnst skemmtilegast þegar þær eru koma með laufblöðunum.
þriðjudagur, 13. janúar 2009
Tölvuvesen
miðvikudagur, 7. janúar 2009
Klettarnir mínir
Það er mikið búið að leika sér á þessum gegnum árin enda er hægt að nota þann til vinstri fyrir hest :-)
Á hlið
Það var mikil gleði þegar þessi var smíðaður fyrir ca 10 árum. Nokkrum árum seinna fauk hann i óveðri og lenti á hliðinni ofan í laut. Ítrekaðar tilraunir til að koma honum á réttan kjöl tókust ekki og þar sem sú yngsta er nú búin að uppgötva kofann sem þennan fína stökkpall, þá hef ég látið það eiga sig í bili að taka hann í sundur.
50 cm
Ég er alltaf eins og stolt ungamóðir þegar ég geng um landið og skoða árangurinn af skógræktinni. Þetta er ein af fáum furum sem hefur tekist að koma til á landinu og það er búið að taka hana amk 10 ár að verða svona lífvænleg.
Í átt að kotinu
Við Sidda systir skruppum austur í kot á næst síðasta degi ársins í yndislegu veðri og litadýrð.
Við brennuna
Við settum stefnuna á Garðabæjarbrennuna þar sem daman var búin að mæla sér mót við bestu vinkonuna.