fimmtudagur, 29. janúar 2009

Loksins, loksins

Loksins, loksins komin talva sem virkar. Ég fjárfesti í nýrri tölvu í gær og er búin að vera að koma henni í gagnið í dag. Verst að prentarinn virðist ekki gerður fyrir windows vista kerfið sem nýja talvan hefur. En það er æðislegt að skrifa á lyklaborð sem virkar :-)

sunnudagur, 25. janúar 2009

Við Nittelva


Við Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Það er vetrarríki í Noregi núna og snjóaði töluvert í gær. Í dag hlýnaði hins vegar aftur og slabbið á aðalgötunum gerði það að verkum að sletturnar frá bílunum gengu langt upp á gangstéttir.

Við Bryndís erum búnar að vera einar um helgina þar sem systurnar eru búnar að vera á Noregsmeistaramóti framhaldsskólana í blaki . Mótið var haldið í Steinkjer sem liggur í rúmlega 2ja tíma lestarferðarfjarlægð norður af Trondheim og systurnar því mættar á Gardermoen flugvöll kl 06 á föstudagsmorgninum til að ná fluginu til Trondheim.
Bryndísi finnst það alveg ferlega fínt að vera einkabarn svona við og við. Það þýðir að hún fær að ráða matseðlinum og á meðan systurnar eru í burtu eru engar tilraunir á grænmetisréttum í gangi. Daman verður hins vegar ekki lengi í grænmetislausri paradís, því von er á hinum helmingi fjölskyldunnar aftur á miðnætti í kvöld.

Við Nittelva


Við Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Þarna er vinsælt að borða nestið sitt.

Víííííí


Víííííí, originally uploaded by HO Myndir.

Hallandi


Hallandi, originally uploaded by HO Myndir.

Á stígnum við ána


Á stígnum við ána, originally uploaded by HO Myndir.

Það var fínt að labba á stígnum við ána í dag. Ekkert slabb þar.

fimmtudagur, 22. janúar 2009

Málamiðlun

Ég rakst á þessa skemmtilegu skilgreiningu á málamiðlun í gær:
"Málamiðlun er að skipta kökunni þannig að allir telji sig hafa fengið stærstu sneiðina"

þriðjudagur, 20. janúar 2009

Skott


Skott, originally uploaded by HO Myndir.

Skott er nafnið sem Bryndís fann á þessa. Við vitum ekki hvert hennar raunverulega nafn er, hver á hana eða nákvæmlega hvar hún á heima en þær eru voða hrifnar hvor af annari þegar þær hittast.

mánudagur, 19. janúar 2009

Api


Api, originally uploaded by HO Myndir.

Ég hef ekki verið dugleg í bloggmálunum undanfarið enda er lítið gaman að eiga við heimilistölvuna núna þar sem hún er með afbrigðum dyntótt. Það er svona happa, glappa hvort lyklaborðið virki. Ég missti því miður af tölvutilboðinu um daginn, var á síðasta snúningi að panta og tilboðið rauk víst út. En það koma ný tilboð í hverri viku svo nú bíð ég eftir safaríkri bráð :-)

Ég er annars búin að vera í algjöru dekri hjá stelpunum um helgina og fékk m.a þennan flotta apa frá Bryndísi i laugardagsmorgunverð.
Í gær fór svo að kyngja niður snjó, börnum til mikillar gleði og ökumönnum ekki til alveg eins mikillar gleði. Hrund og Kolbrún fengu báðar að kynnast vegaófærðinni þar sem þær voru á blakmóti suð-austur af Osló og aksturinn til baka tók 3 klst í stað 1 1/2. Bryndís var hins vegar himinsæl út í garði að búa til snjóhús og í morgunn bættist við annað snjóhús í innkeyrslunni þegar traktor á vegum húseigandans kom til að moka.

fimmtudagur, 15. janúar 2009

Sófatími


Sófatími, originally uploaded by HO Myndir.

Simpsons alltaf jafn skemmtilegir

Mandarínudagar


Mandarínudagar, originally uploaded by HO Myndir.

Mandarínurnar eða klementínurnar eru svo góðar á þessum árstíma (litlar, safaríkar og steinlausar) og Bryndísi finnst skemmtilegast þegar þær eru koma með laufblöðunum.

þriðjudagur, 13. janúar 2009

Tölvuvesen

Ég er búin að vera löt í blogginu undanfarið og talvan okkar hefur síðustu dagana ekki beint hvatt til mikilla skrifa. Það er eitthvað sambandsleysi í henni sem gerir það að verkum að hún nýtir ekki strauminn þegar hún er í sambandi auk þess sem lyklaborðið virkar bara þegar því hentar. Tölvuþjónustur virðast ekki alveg vera við hendina hérna, svo nú er ég farin að kíkja eftir góðum tölvutilboðum og er reyndar komin með eitt í sikti.

miðvikudagur, 7. janúar 2009

Klettarnir mínir


Klettarnir mínir, originally uploaded by HO Myndir.

Það er mikið búið að leika sér á þessum gegnum árin enda er hægt að nota þann til vinstri fyrir hest :-)

Lyng


Lyng, originally uploaded by HO Myndir.

Það var eiginlega ótrúleg litadýrðin í landinu miðað við árstímann

Nokkur lauf eftir


Nokkur lauf eftir, originally uploaded by HO Myndir.

Á hlið


Á hlið, originally uploaded by HO Myndir.

Það var mikil gleði þegar þessi var smíðaður fyrir ca 10 árum. Nokkrum árum seinna fauk hann i óveðri og lenti á hliðinni ofan í laut. Ítrekaðar tilraunir til að koma honum á réttan kjöl tókust ekki og þar sem sú yngsta er nú búin að uppgötva kofann sem þennan fína stökkpall, þá hef ég látið það eiga sig í bili að taka hann í sundur.

50 cm


50 cm, originally uploaded by HO Myndir.

Ég er alltaf eins og stolt ungamóðir þegar ég geng um landið og skoða árangurinn af skógræktinni. Þetta er ein af fáum furum sem hefur tekist að koma til á landinu og það er búið að taka hana amk 10 ár að verða svona lífvænleg.

Hvítá


Hvítá, originally uploaded by HO Myndir.

Ingólfsfjall


Ingólfsfjall, originally uploaded by HO Myndir.

Skýin voru flott þennan dag

Í átt að Búrfellinu


Í átt að Búrfellinu, originally uploaded by HO Myndir.

Grímsnesið


Grímsnesið, originally uploaded by HO Myndir.

Sogið


Sogið, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi mynd var tekin yfir Sogið með Hestfjall í baksýn

Í átt að kotinu


Í átt að kotinu, originally uploaded by HO Myndir.

Við Sidda systir skruppum austur í kot á næst síðasta degi ársins í yndislegu veðri og litadýrð.

Flugeldasýning Garðabæjar


Flugeldasýning Garðabæjar, originally uploaded by HO Myndir.

Sýningin í ár var ein af þeim glæsilegri

Við brennuna


Við brennuna, originally uploaded by HO Myndir.

Við settum stefnuna á Garðabæjarbrennuna þar sem daman var búin að mæla sér mót við bestu vinkonuna.

Vinkonur


Vinkonur, originally uploaded by HO Myndir.

Þær hittust vinkonurnar milli jóla og nýjárs, alsælar með með afrakstur jólanna.

Mínar


Mínar, originally uploaded by HO Myndir.

Ég náði að smella einni af mínum áður en jólin hófust formlega