þriðjudagur, 16. desember 2008

Gleðileg jól

Jæja, nú er bloggið komið í frí í bili þar sem Familien Olafsdottir heldur heim til Íslands á morgunn og tölvan verður ekki tekin með. Myndavélin verður samt örugglega með í farteskinu og því er líklegt að eftir áramótin muni birtast myndir teknar á Íslandi.
Hún Bryndís tók að sér að teikna síðustu bloggmynd ársins í tilefni jólanna og ég vil nota tækifærið og óska fólki gleðilegra jóla með von um að komandi ár verði öllum gæfuríkt í lífi, leik og starfi.

mánudagur, 15. desember 2008

Hnetukaka


Hnetukaka, originally uploaded by HO Myndir.

Þegar við Bryndís komum af tónleikunum í gær, beið okkar þessi líka flotta hnetukaka sem Hrund bjó til og eins og venjulega finnst mér alltaf að uppskriftum verði að deila ;-)

5 egg
200g sykur
250 gr heslihnetukjarnar
250 gr möndlur
1 tsk lyftiduft
100 gr dökkt súkkulaði

Eggin eru þeytt saman og því lengur sem þau eru þeytt, þeim mun loftmeiri verður kakan. Hnetur og möndlur eru malaðar og blandað saman við þeyttu eggin ásamt lyftiduftinu. þessu er svo skellt í form og bakað við 200 gráður í ca 35 mín. Þegar kakan hefur bakast er súkkulaðið brætt í vatnsbaði og sett á kökuna.

Við höfðum þeyttan rjóma með kökunni sem passaði mjög vel, en hún kæmi örugglega einnig vel út með ferskum jarðarberjum og kiwi.

Stolt


Stolt, originally uploaded by HO Myndir.

Já, hún var stolt af sér og gat svo sannarlega verið það eftir að hafa spilað fyrir fullum sal :-)

Spilað


Spilað, originally uploaded by HO Myndir.

Ég fór á alveg frábæra jólatónleika í gær sem voru haldnir í sal tónlistarskólans. Algjör veisla af píanóleik og í einu tilviki var leikið saman á pianó og þverflautu. Ég var náttúrulega með myndavélina stillta á upptöku, en athugaði hins vegar ekki að hafa hana lárétta og því kom myndbandið út á hlið. Og hvernig sem ég reyni finn ég ekkert prógram í tölvunni til að snúa því við. Það verða hins vegar aðrir tónleikar á þriðjudagskvöldið og ég hlakka mikið til :-)

miðvikudagur, 10. desember 2008

Nr 2


Nr 2, originally uploaded by HO Myndir.

Jólaföndur nr 2 er komið í hús og hangir í glugganum inni í stofu.

þriðjudagur, 9. desember 2008

Tenn lys

Aðventan er tiltölulega annasöm í skólum landsins að þvi leyti að þá er meira um verkefni og uppákomur sem tengjast jólunum. Guðþjónusta í Lilleström kirke er árviss og svo eru haldnir sérstakir föndurdagar til að útbúa jólagjafir alla miðvikudaga. Í ár bætist við að Vigernes skole tekur þátt í því að senda flutningabíl með gjöfum og fatnaði til fátækra barna í Lettlandi og nemendur taka þátt i því verkefni með aðstoð við að pakka inn og flokka gjafir og fatnað sem og að leggja til gjafir.
Í bekknum hennar Bryndísar er einnig haldin aðventustund á hverjum degi og sunginn hinn gullfallegi aðventusöngur Tenn lys eftir Eivind Scheie:

Tenn lys !
Et lys skal brenne for denne lille jord.
Den blanke himmelstjerne, der vi og alle bor.
Må alle dele håpet så gode ting kan skje.
Må jord og himmel møtes. Et lys er tent for det.

Tenn lys !
To lys skal skinne for kjærlighet og tro,
for dem som viser omsorg og alltid bygger bro.
Må fanger få sin frihet og flyktninger et hjem.
Tenn lys for dem som gråter og dem som trøster dem.

Tenn lys!
Tre lys skal flamme for alle som må sloss.
For rettferd og for frihet. De trenger hjelp av oss.
Må ingen miste motet før alle folk er ett.
Tenn lys for dem som kjemper for frihet og for rett.

Tenn lys !
Nå stråler alle de fire lys for ham
som elsker alt som lever, hver løve og hvert lam.
Tenn lys for himmelkongen som gjeterflokken så.
Nå møtes jord og himmel i barnet lagt på strå.

mánudagur, 8. desember 2008

Skriftir


Skriftir, originally uploaded by HO Myndir.

Gærdagurinn var rólegur hjá mér og Bryndísi. Stóru systurnar voru á blakmóti og frostið úti var 10 gráður. Við fórum þó niður í bæ og Bryndís var töluvert úti með sínum vinkonum en þess á milli sat hún við skriftir. Hún er nefnilega að semja sögu þessa dagana sem á að vera jólagjöf og kláraði 3ja kaflann í gær. Ég má náttúrulega ekki segja frá efni sögunnar til að eyðileggja ekki leyndardóm jólgjafarinnar, en sá sem fær hana verður heppinn :-)

sunnudagur, 7. desember 2008

Einföld sveppasúpa

Hún Hrund bjó til svo góða sveppasúpu í gær sem var einföld og ódýr. Með súpunni hafði hún svo heimabakaðar grófar bollur. Uppskriftin inniheldur svolítið mikið af sveppum, en við höfum ódýrt aðgengi að þeim í grænmetisversluninni hér. Eitt venjulegt box af Flúðasveppum passar hins vegar örugglega fínt í hversdagsmáltíð. En ég uppskriftin er hér fyrir neðan :-)

Einföld sveppasúpa
1 líter af niðurbrytjuðum ferskum sveppum (má vera minna)
1 stk meðastór laukur
2 msk smjör
2 dl matreiðslurjómi
8 dl kjötsoð (vatn og kraftur; Hún notaði tæpa tvo teninga af tærum kjötkrafti frá Maggi)

Sveppirnir og laukurinn er látið malla í smjörinu án þess að brúnast. Næst er rjómanum bætt í og látið malla áfram smá stund. Svo er kjötsoðinu bætt í. Súpan er síðan þykkt smávegis með ljósum Maizena eða hveitijafningi (mín notaði hveiti) og það má alveg bæta í salt og pipar eftir smekk.

Mjög ljúffeng, mæli alveg með þessari súpu :-)

laugardagur, 6. desember 2008

Sleðafæri


Sleðafæri, originally uploaded by HO Myndir.

Það er frábært færi í bænum fyrir skíðasleða núna (og að sjálfsögðu gönguskíði). Við Bryndís fórum hring um bæinn fyrr í dag og skiptumst á að sitja og ýta. Veðrið var eins og best var á kosið, blankalogn og 0 gráður.

Klipping


Klipping, originally uploaded by HO Myndir.

Kannski þessi klipping á trénu hafi átt að vera skv nýjustu tisku, hver veit.

fimmtudagur, 4. desember 2008

16 ára


16 ára, originally uploaded by HO Myndir.

Miðjan mín á afmæli í dag og var því vakin fyrir kl 7 í morgunn með afmælissöng og pökkum samkvæmt heimlishefðinni.
Þar sem Kolbrún er fædd undir merki Bogmannsins, fannst mér upplagt að setja inn smá lýsingu á þeim sem eru fæddir undir því merki og fann skemmtilega lýsingu á vefnum stornuspeki.is sem mér fannst bara passa mjög vel.

"Hinn dæmigerði Bogmaður er athafnamaður sem þarf hreyfingu, líf og fjölbreytni.
Eitt sterkasta einkenni Bogmannsins er fróðleiksþorsti. Hann vill kynnast heiminum, þráir þekkingu og vill hafa yfirsýn yfir margvíslegustu málefni. Hann nýtur þess að ferðast, læra og fást við verkefni sem víkka sjóndeildarhring hans.
Bogmaðurinn er að öllu jöfnu jákvæður, hress og bjartsýnn. Hann er þægilegur í umgengni og þykir skemmtilegur félagi. Hann er lítið gefinn fyrir að búa til vandamál og vill sjá og sér bjartari hliðar tilverunnar. Hann er því oft líflegur og hressilegur. Það er oft sagt um Bogmanninn að hann sé heppinn. Það er líklega vegna þess að hann er glaðlyndur og því finnst fólki gaman að gera honum greiða. Einnig fer hann víða, prófar margt og er opinn fyrir tækifærum. Hann þorir að breyta til og takast á við ný verkefni."

miðvikudagur, 3. desember 2008

Fyrsta jólaskrautið


Fyrsta jólaskrautið, originally uploaded by HO Myndir.

Þessa mynd tók Bryndís af trékallinum sem hún kom með heim úr skólanum í dag. Á mánudaginn fór hún ásamt bekknum sínum upp á Oksefjellet og verkefnið var að finna trjágreinar til að tálga. Síðan voru greinarnar málaðar og útkoman var þessi flotti jólasveinn :-)

Að kvöldi


Að kvöldi, originally uploaded by HO Myndir.

Þau eru svo falleg grenitrén þegar snjórinn situr á greinunum. Þessi mynd er hins vegar tekin í myrkri af grenitrénu í garði nágrannans.

Krúttlegt


Krúttlegt, originally uploaded by HO Myndir.

Ég veit ekki hvaða tegund þetta er, en mér fannst það ósköp krúttlegt.

Línur


Línur, originally uploaded by HO Myndir.

Hvert sem maður fer, þá eru rafmagnslínur strekktar milli húsa. Langstærstu hluti húsa eru tréhús og eldsvoðar því miður skelfilega algengir.

Snjór


Snjór, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi mynd var tekin á göngu- og hjólastígnum við Fetveien. Á þessum hluta stígsins er hár veggur sem skilur að bílaumferðina og þess vegna er mjög þægilegt að ganga þarna.

þriðjudagur, 2. desember 2008

Nordisk Råds litteraturpris


Ég hafði mikið gaman af því að sjá nafn systur minnar á lista Aftenbladet(http://www.aftenbladet.no/kultur/954818/Bestselger_nominert_til_Nordisk_Raads_litteraturpris.html) yfir yfir þá sem voru tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.


Listinn er svona (feitletrun er bloggarans):

* Norge: Per Petterson for romanen «Jeg forbanner tidens elv» og Øyvind Rimbereid for diktsamlingen «Herbarium».
* Danmark: Helle Helle for romanen «Ned til hundene» og Ursula Andkjær Olsen for diktsamlingen «Havet er en scene».
* Sverige: Andrzej Tichý for romanen «Fält» og Johan Jönson for diktsamlingen «Efter arbetsschema».
* Finland: Jari Järvelä for romanen «Romeo ja Julia» og Robert Åsbacka for romanen «Orgelbyggaren».
* Island: Auður A. Ólafsdóttir for romanen «Afleggjarinn» (Stiklingen) og Sigurbjörg Þrastardóttir for diktsamlingen «Blysfarir» (Fakkeltog).
* Færøyene: Toróddur Poulsen for diktsamlingen «Rot».
* Grønland: Mâgssánguaq Qujaukitsoq for diktsamlingen «Sisamanik teqeqqulik».
* Vinneren av litteraturprisen 2009 velges på bedømmingskomiteens møte i København 3. april 2009. Prisen deles ut på Nordisk Råds sesjon i Stockholm 26. 28. oktober 2009.


Að Sigurbjörgu ólastaðri, þá krossa ég náttúrulega fingur fyrir hönd systur minnar :-)

mánudagur, 1. desember 2008

Snømann


Snømann, originally uploaded by HO Myndir.

Það snjóaði smá um helgina og mín var náttúrulega strax komin út í snjókarlagerðina. Ég rakst hins vegar á skemmtilegt ljóð um snjókarlagerð í ljóðasafni sem heitir Årstidene og var gefið út árið 1964. Ljóðið er eftir Hermann Aune (hera) og heitir Snømann.

Jeg ser at Tulla
er flittig nå
hun lager snømann
med nese på

Jeg står og tenker:
Hvor rart det er
at snø og nedbør
og styggevær

kan løse evner
og skapekraft
og bli til snømenn
med kosteskaft.
(hera)