miðvikudagur, 16. júlí 2008

Þrjá pabba takk....

Ég skellti mér á Mamma Mia í gær ásamt Kolbrúnu og Bryndísi og mér til mikillar ánægju var ég ekki aldursforsetinn á bíóinu í þetta skiptið. Ég held meira að segja að ég hafi bara verið með þeim yngri ef eitthvað var :-) En Bryndísi fannst þetta rosalega sniðugt með fjöldann á feðrunum og sagðist í lok sýningar vilja eiga 3 pabba. Alveg búin að útsjá allt þetta praktíska með fjöldann á jólagjöfum, afmælisgjöfum, ferðalögum og hinum ýmsu tilboðum......

Annars er það helst í fréttum að Kolbrún komst inn í skólann sem hún setti í fyrsta val í Noregi og verður þar með á næsta ári í sama skóla og Hrund.
Og ég var svo heppin að Hrund bauð mér í hádegismat í dag á "Maður lifandi" til að fagna fyrstu sumarútborguninni. Namm, namm :-)

Engin ummæli: