þriðjudagur, 29. júlí 2008

Sumarvinna


Sumarvinna, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi dama er búin að vera að vinna sér inn pening í sumar með beðahreinsunum og annari garðvinnu. Kaupið er 200 kr á tímann og hún vinnur vel fyrir laununum sínum.

Sumarið er annars búið að vera ótrúlega fljótt að líða og bara 2 vikur í að við fljúgum heim til Noregs aftur.

miðvikudagur, 16. júlí 2008

Þrjá pabba takk....

Ég skellti mér á Mamma Mia í gær ásamt Kolbrúnu og Bryndísi og mér til mikillar ánægju var ég ekki aldursforsetinn á bíóinu í þetta skiptið. Ég held meira að segja að ég hafi bara verið með þeim yngri ef eitthvað var :-) En Bryndísi fannst þetta rosalega sniðugt með fjöldann á feðrunum og sagðist í lok sýningar vilja eiga 3 pabba. Alveg búin að útsjá allt þetta praktíska með fjöldann á jólagjöfum, afmælisgjöfum, ferðalögum og hinum ýmsu tilboðum......

Annars er það helst í fréttum að Kolbrún komst inn í skólann sem hún setti í fyrsta val í Noregi og verður þar með á næsta ári í sama skóla og Hrund.
Og ég var svo heppin að Hrund bauð mér í hádegismat í dag á "Maður lifandi" til að fagna fyrstu sumarútborguninni. Namm, namm :-)

mánudagur, 7. júlí 2008

10 ára


10 ára, originally uploaded by HO Myndir.

Sú yngsta í hópnum mínum varð 10 ára í gær og það var mikið búið að hlakka til og eiginlega búið að skipuleggja daginn í heilt ár af afmælisbarninu. Afmælisprógramið hófst með kvöldverði á laugardagskvöldið sem besta vinkonan var að sjálfsögðu boðin í. Svo gistu þær stöllur saman um nóttina og eftir pakkaopnun daginn eftir mættum við galvaskar í fjölskyldu- og húsdýragarðinn með pylsur og tilheyrandi og vinkonurnar að sjálfsögðu með dagpassa í tækin. Eftir 6 klst stím í tækjum og fleiru var haldið heim og stóru systurnar sóttar og dagurinn endaður með góðri máltíð á Pizza Hut.

Teygt úr sér


Teygt úr sér, originally uploaded by HO Myndir.

Þær fóru seint að sofa vinkonurnar og vöknuðu snemma enda biðu pakkarnir.

Kolbrún


Kolbrún, originally uploaded by HO Myndir.

Pakkaopnun


Pakkaopnun, originally uploaded by HO Myndir.

Stöllur


Stöllur, originally uploaded by HO Myndir.

Flottasti pakkinn var á efa frá Ragnheiði, little pet shop hús, og mín var alveg himinlifandi.

Á leið upp


Á leið upp, originally uploaded by HO Myndir.

Ferðirnar urðu sennilega um hundrað í allt.

Skotið í mark


Skotið í mark, originally uploaded by HO Myndir.

Einbeitingin var gífurleg við að reyna að hitta á skífurnar.

Á siglingu


Á siglingu, originally uploaded by HO Myndir.

Þær fóru nokkrar ferðir og skiptust á að stýra en sennilega var mesta sportið fólgið í að stíma á einhvern annan og það sást úr langri fjarlægð á svipnum á minni þegar hún var búin að sikta einhvern út.

Vinkonur


Vinkonur, originally uploaded by HO Myndir.

Egils appelsín...klikkar ekki. (En eitthvað virðist bloggkunnáttan klikka því myndin birtist bara hálf á blogginu)

Áfylling


Áfylling, originally uploaded by HO Myndir.

Maður kemst víst ekki langt nema fylla á við og við en hvað skyldi líterinn hafa kostað?

Vespubú í Laugardalnum


Vespubú í Laugardalnum, originally uploaded by HO Myndir.

Þetta bú hékk yfir borðinu okkar í fjölskyldu- og húsdýragarðinum og flugurnar voru í fullri vinnu.