Þessi dama er búin að vera að vinna sér inn pening í sumar með beðahreinsunum og annari garðvinnu. Kaupið er 200 kr á tímann og hún vinnur vel fyrir laununum sínum.
Sumarið er annars búið að vera ótrúlega fljótt að líða og bara 2 vikur í að við fljúgum heim til Noregs aftur.
þriðjudagur, 29. júlí 2008
Sumarvinna
miðvikudagur, 16. júlí 2008
Þrjá pabba takk....
Annars er það helst í fréttum að Kolbrún komst inn í skólann sem hún setti í fyrsta val í Noregi og verður þar með á næsta ári í sama skóla og Hrund.
Og ég var svo heppin að Hrund bauð mér í hádegismat í dag á "Maður lifandi" til að fagna fyrstu sumarútborguninni. Namm, namm :-)
mánudagur, 7. júlí 2008
10 ára
Sú yngsta í hópnum mínum varð 10 ára í gær og það var mikið búið að hlakka til og eiginlega búið að skipuleggja daginn í heilt ár af afmælisbarninu. Afmælisprógramið hófst með kvöldverði á laugardagskvöldið sem besta vinkonan var að sjálfsögðu boðin í. Svo gistu þær stöllur saman um nóttina og eftir pakkaopnun daginn eftir mættum við galvaskar í fjölskyldu- og húsdýragarðinn með pylsur og tilheyrandi og vinkonurnar að sjálfsögðu með dagpassa í tækin. Eftir 6 klst stím í tækjum og fleiru var haldið heim og stóru systurnar sóttar og dagurinn endaður með góðri máltíð á Pizza Hut.
Á siglingu
Þær fóru nokkrar ferðir og skiptust á að stýra en sennilega var mesta sportið fólgið í að stíma á einhvern annan og það sást úr langri fjarlægð á svipnum á minni þegar hún var búin að sikta einhvern út.
Vinkonur
Egils appelsín...klikkar ekki. (En eitthvað virðist bloggkunnáttan klikka því myndin birtist bara hálf á blogginu)