fimmtudagur, 24. apríl 2008

Gleðilegt sumar

Jæja nú er kominn sumardagurinn fyrsti og við hinar fjórar íslensku höldum að sjálfsögðu upp á daginn að íslenskum sið. Sleppum samt fjögurra kvenna skrúðgöngu :) Gömul íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði eftirfarandi um sumardaginn fyrsta:

"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."

Á okkar bæ er vaninn að gefa hvor annari smápakka í tilefni sumarsins. Upphaflega var það nú þannig að stelpurnar fengu eitthvað smálegt í tilefni dagsins t.d sokka, sippuband, hárskraut eða litkrítar. Eftir því sem þær eltust hafa þær viljað gefa pakka líka og nú er sumardagurinn fyrsti eins og meðal afmæli.
Kosturinn við svona pakkaflóð er að það tekur 15 sinnum skemri tíma að ná þeirri yngstu upp úr rúminu kl 7. Það var nóg að bjoða góðann daginn og gleðilegt sumar og þá þaut mín upp eins og eldibrandur og hrópaði "PAKKAR". Og skoppaði svo í skólann með nýtt sippuband sem hún fékk frá systur sinni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar mæðgur:)