þriðjudagur, 29. apríl 2008

Litið upp


Kolbrún, originally uploaded by HO Myndir.

Miðjan mín var í heilsdagprófi í stærðfræði í dag og gekk bara vel að eigin sögn. Ég átti heldur ekki von á öðru, enda er hún sterk í stæðfræðinni og var búin reikna sig í gegnum fjöldann af gömlum prófum um helgina og í gær. Hún leit samt upp úr bókunum nógu lengi til að ég gæti smellt af ;-)

Máltæki

Ég rakst á þetta máltæki í dag eftir John Henry Newman. Ansi gott.

To live is to change, and to be perfect is to have changed often

mánudagur, 28. apríl 2008

Elst og yngst


Hrund og Bryndís, originally uploaded by HO Myndir.

Það var ekki mikil sól um helgina en það kom ekki að sök. Ég var nefnilega svo heppin að sú yngsta bauð mér í bíó að sjá skógardýrið Húgó. Og eins og venjulega þegar við förum á barnamyndir saman má ekki á milli sjá hvor skemmtir sér betur, mamman eða afkvæmið.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Gleðilegt sumar

Jæja nú er kominn sumardagurinn fyrsti og við hinar fjórar íslensku höldum að sjálfsögðu upp á daginn að íslenskum sið. Sleppum samt fjögurra kvenna skrúðgöngu :) Gömul íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur skrifaði eftirfarandi um sumardaginn fyrsta:

"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."

Á okkar bæ er vaninn að gefa hvor annari smápakka í tilefni sumarsins. Upphaflega var það nú þannig að stelpurnar fengu eitthvað smálegt í tilefni dagsins t.d sokka, sippuband, hárskraut eða litkrítar. Eftir því sem þær eltust hafa þær viljað gefa pakka líka og nú er sumardagurinn fyrsti eins og meðal afmæli.
Kosturinn við svona pakkaflóð er að það tekur 15 sinnum skemri tíma að ná þeirri yngstu upp úr rúminu kl 7. Það var nóg að bjoða góðann daginn og gleðilegt sumar og þá þaut mín upp eins og eldibrandur og hrópaði "PAKKAR". Og skoppaði svo í skólann með nýtt sippuband sem hún fékk frá systur sinni.

mánudagur, 21. apríl 2008

Einbeiting


Einbeiting, originally uploaded by HO Myndir.

Æft fyrir fiðlutímann


Æft fyrir fiðlutímann, originally uploaded by HO Myndir.

laugardagur, 19. apríl 2008

Við Oslóarfjörðinn


Akershus festning 002, originally uploaded by HO Myndir.

föstudagur, 18. apríl 2008

Það er komið vor


Það er komið vor, originally uploaded by HO Myndir.

Nú er loksins komið vor og norska veðurstofan spáir allt að 15 stiga hita og sól næstu dagana. Vel þegið eftir allar rigningarnar.

fimmtudagur, 17. apríl 2008

Småting

Mér fannst að ljóð eftir einn af mínum uppáhaldshöfundum væri tilvalin byrjun á bloggi. Ljóðið heitir Småting og er eftir Kaspara Mørk . Höfundurinn er norsk, fæddist árið 1904, var bóndakona og fór ekki að yrkja fyrr en á efri árum, enda lítill tími til í daglegu amstri við búskap og barnauppeldi. Þegar hún síðan fór að yrkja, gaf hún út fjölda bóka.

Småting
Gjem på de gode stunder
Som livet så rikt deg ga.
Glem det vonde og såre
Som aldri gjør noen glad.
Hold på hver ekte glede
Som sildrer i sinnet inn.
La den bestandig bli der
Som lys gjennom dagen din.

Kan du bringe til andre
små minutter av lykke,
ta en ensom i hånden
og følge et lite stykke.
Friske på mot og evner
til atter en gang ta fatt,
får du nok selv den beste
takk for en våkenatt.

Kaspara Mørk
Úr bókinni Røsslyng (Beitilyng)

miðvikudagur, 16. apríl 2008

Orðin bloggari

Jæja þá er ég formlega orðin bloggari. Hingað til hef ég látið nægja að senda vinum og vandamönnum fréttir á tölvupósti, sms og skype en ætla nú að slá margar flugur í einu höggi og blogga bara um þær í staðinn.